da is se

Konsept

Hjá Food Diagnostics seljum við ekki eingöngu pakkningar, við seljum þekkingu. Við tökum ekki greiðslu fyrir ráðgjöf okkar, en erum lausnamiðuð, þjónustulunduð og sveigjanleg - og höfum ávallt augun opin fyrir framtíðarlausnum.

Til þess að geta veitt bestu þjónustuna og tekið þátt í að miðla mikilvægri þekkingu, leggur Food Diagnostics áherslu á að vera miðpunktur alþjóðlegs tengslanets fagaðila. Það hefur verið bakgrunnurinn fyrir FOODSAFE fundina okkar sem við höldum fyrir viðskiptavini okkar um alla Skandinavíu.

Við höldum opin námskeið um viðeigandi efni, en setjum einnig upp námskeið sem svara þörfum einstakra viðskiptavina. Food Diagnostics er viðurkennt af danska Matvælaeftirlitinu sem ráðgjafi og hefur m.a. haldið endurmenntunarnámskeið fyrir rannsóknarstofur danska Matvælaeftirlitsins.

Food Diagnostics er ungt fyrirtæki og verðmætasta eign okkar er starfsfólkið okkar, sem er leyndardómurinn á bak við hina kraftmiklu þróun sem hefur tryggt þeim kjör sem fyrirmyndarfyrirtæki (Gazellevirksomhed) þrjú ár í röð. Lykillinn að árangri okkar hefur verið þjónusta, ráðgjöf, sérsniðnar lausnir og daglegar afhendingar.

Látið Food Diagnostics aðstoða ykkur við að hafa öryggi matvörunnar í brennidepli, þannig að meiri tími gefist til þess að framleiða holla og örugga matvöru.